Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. ágúst 2021 17:00
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Höttur/Huginn aftur á sigurbraut
Höttur/Huginn vann góðan sigur á Augnablik
Höttur/Huginn vann góðan sigur á Augnablik
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Augnablik 1 - 4 Höttur/Huginn
0-1 Manuel Garcia Mariano ('7 )
0-2 Ignacio Poveda Gaona ('10 )
0-3 Manuel Garcia Mariano ('45 )
0-4 Manuel Garcia Mariano ('68 )
1-4 Arnór Daði Gunnarsson ('70 )

Höttur/Huginn vann Augnablik 4-1 á gervigrasinu í Fagralundi í 3. deild karla í dag. Gestirnir höfðu tapað síðustu þremur leikjum fram að leiknum í dag.

Manuel Garcia Mariano skoraði strax á 7. mínútu og bætti Ignacio Poveda Gaona við öðru marki þremur mínútum síðar.

Manuel Garcia gerði tvö mörk til viðbótar í leiknum og fullkomnaði þar þrennu sína áður en Arnór Daði Gunnarsson minnkaði muninn tveimur mínútum síðar.

Lokatölur 4-1. Léttir fyrir Hött//Hugin sem hafði ekki unnið síðustu þrjá leiki en liðið er áfram á toppnum með 38 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner