Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. ágúst 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalski kvennafótboltinn sýndur á Íslandi
Guðný leikur með AC Milan.
Guðný leikur með AC Milan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur tryggt sér einkasýningarrétt á leikjum í Serie A TIM VISION, úrvalsdeild kvenna á Ítalíu, og mun sýna frá þeim á streymisveitunni Viaplay á Íslandi, ásamt níu öðrum löndum keppnistímabilið 2022/2023.

Fréttatilkynning Viaplay
Söguleg stund er í framundan í efstu deild kvenna á Ítalíu og áhorfendur Viaplay munu geta streymt frá meira en 40 leikjum á hverju tímabili og fylgst með fjölmörgum alþjóðlegum stjörnum í gegnum brautryðjendaumfjöllun Viaplay um besta kvennafótbolta í Evrópu.

Keppnistímabilið 2021/2022 í úrvalsdeild kvenna á Ítalíu hefst 28. ágúst og það er Juventus sem á titil að verja – fyrsta liðið í sögu ítalskrar knattspyrnu til að spila fullkomið tímabil, en liðið sigraði alla leiki sína keppnistímabilið 2020/2021. Meðal leikmanna sem verða í eldlínunni hjá liðunum 12 í deildinni eru hin sænska Lina Hurting (Juventus); Norðmaðurinn Anja Sønstevold (Inter Milan); hin danska Sofie Junge Pedersen (Juventus); hin finnska Nora Heroum (Lazio); Íslendingurinn Guðný Árnadóttir (AC Milan); og hin eistneska Vlada Kubassova (Napoli).

Frá og með keppnistímabilinu 2022/2023 verða leikmenn ítölsku úrvalsdeildarinnar fyrstu kvenkyns íþróttamennirnir á Ítalíu sem verða atvinnumenn að fullu.

Peter Nørrelund, yfirmaður íþróttamála hjá NENT Group: „Langtímaskuldbinding okkar snýr að því að kynna kvennaknattspyrnu fyrir eins mörgum nýjum áhorfendahópum og mögulegt er. Viaplay mun núna streyma frá nærri 150 topp kvennaleikjum á hverju ári og hæfileikarnir sem ítalski boltinn býr yfir eru tilvalin viðbót. Við erum sérstaklega ánægð að styðja þá kærkomnu vegferð Serie A kvenna að hún verði alfarið atvinnumannadeild, sem eru frábærar fréttir fyrir áhorfendur, leikmenn og íþróttir í heild sinni.“

Viaplay mun einnig sýna frá ítölsku bikarkeppninni Supercoppa og völdum leikjum í Coppa Italia bikarkeppninni á næstu tveimur keppnistímabilum. Auk úrvalsdeildar kvenna á Ítalíu á NENT GROUP sýningarréttinn á úrvalsdeildum kvenna í Englandi, Þýskalandi og Danmörku, sem og á völdum leikjum úr efstu deild kvenna á Spáni. Fyrirtækið á einkasýningarrétt á Heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu 2023 í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Póllandi.
Ítalski boltinn - Ljótur skilnaður Juventus og Ronaldos og upphitun fyrir kvennaboltann
Athugasemdir
banner
banner