Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. ágúst 2022 11:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Natasha í viðtali við FIFA: Ég er orðin Íslendingur
Natasha Moraa Anasi.
Natasha Moraa Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha í leik með íslenska landsliðinu.
Natasha í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Natasha Moraa Anasi lék með yngri landsliðum Bandaríkjanna, en í dag leikur hún fyrir hönd Íslands.

Hún kom fyrst til Íslands fyrir níu árum til þess að spila fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum. Núna kallar hún Ísland sitt heimili.

Natasha var nýverið í skemmtilegu viðtali við heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

„Landslagið og veðrið hér gæti varla verið öðruvísi en í Texas, þar sem allt er flatt og það er alltaf hlýtt,“ segir Natasha. „En ég kom hingað með það hugarfar að vilja skoða og skemmta mér vel. Ég var líka heppin að liðið sem ég gekk til liðs við var með ákveðið fjölskylduumhverfi og hugsaði vel um mig, svo ég kom mér vel fyrir og naut þess strax í upphafi að vera hérna."

Natasha, sem leikur í dag með Breiðabliki, giftist Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara kvennaliðs Njarðvíkur í körfuboltanum, og á hún með honum tvö börn.

„Rætur mínar hérna eru svo djúpar að ég er bara orðin Íslendingur," segir Natasha sem er mjög góð í íslensku. „Ég elska það að allir liðsfélagar mínir tala við mig á íslensku. Þau skipta aldrei yfir á ensku, þau hjálpa mér í staðinn."

Natasha fékk draum sinn uppfylltan þegar hún spilaði með Íslandi í Bandaríkjunum á SheBelieves mótinu fyrr á þessu ári. Hún segir að það hafi verið ólýsanlegt.

Natasha var nálægt því að ganga til liðs við Boston Breakers í Bandaríkjunum áður en hún kom til Íslands og það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig líf hennar hefði orðið ef hún hefði ákveðið að fara þangað en ekki til ÍBV. Núna dreymir henni um að spila með Íslandi á HM á næsta ári - ef Ísland kemst þangað.

„Ég er mjög þakklát fyrir það hvernig hlutirnir gengu upp," segir Natasha.
Natasha um sögusagnir: Það hefur verið einhver umræða um það
Athugasemdir
banner
banner