Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. september 2021 11:06
Elvar Geir Magnússon
Messi segir það mikinn létti að skora fyrsta markið
Lionel Messi fagnar marki.
Lionel Messi fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi skoraði fallegt mark fyrir Paris St-Germain í 2-0 sigrinum gegn Manchester City í gær en það var hans fyrsta félagsliðamark á ferlinum sem hann skorar ekki fyrir Barcelona.

Markið batt enda á 264 mínútna kafla án marks frá Messi og hann viðurkennir að það hafi verið mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir PSG.

„Í hreinskilni sagt var ég orðinn örvæntingarfullur eftir fyrsta markinu. Ég hef ekki spilað mikið að undanförnu og var bara búinn að spila einn heimaleik fyrir liðið en ég er að aðlagast nýju liði smátt og smátt," segir Messi.

„Því meira sem við sóknarmennirnir spilum saman því betra verður okkar samband. Við þurfum allir að vaxa saman, bæta okkur og gera okkar besta."

Messi skoraði úr eina skoti sínu í leiknum gegn City en honum hafði mistekist að skora í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir PSG eftir að hann kom á frjálsri sölu frá Barcelona í sumar.

Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino, landi Messi og þjálfari PSG, réð sér ekki fyrir kæti þegar Messi skoraði.

„Ég er ekki vanur því að fagna mörkum en ég gerði það þegar Messi skoraði. Ég hef eytt mörgum árum í að sjá Messi skora og að sjá hann svo skora fyrir mitt lið var frábær tilfinning," segir Pochettino.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner