Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. september 2021 10:05
Elvar Geir Magnússon
Stórlið hafa áhuga á Tielemans - Liverpool skoðar leikmenn
Powerade
Youri Tielemans er góður í fótbolta.
Youri Tielemans er góður í fótbolta.
Mynd: Getty Images
Weston McKennie (til vinstri) er orðaður við West Ham.
Weston McKennie (til vinstri) er orðaður við West Ham.
Mynd: EPA
Liverpool fylgist með Danjuma.
Liverpool fylgist með Danjuma.
Mynd: EPA
Tielemans, McKennie, Danjuma, Onana, Diaz, Saint-Maximin, Martial og fleiri góðir í slúðurpakkanum í dag.

Barcelona og Real Madrid eru meðal félaga sem hefðu áhuga á Youri Tielemans (24), miðjumanni Leicester, ef hann verður fáanlegur næsta sumar. (Athletic)

West Ham er að að vinna að samkomulagi um kaup á Weston McKennie (23) en þegar hafa átt viðræður við Juventus um bandaríska miðjumanninn. (Football Insider)

Möguleiki Arsenal á að fá kamerúnska landsliðsmarkvörðinn Ande Onana (25) hefur aukist en Ajax hefur slitið viðræðum um framlengingu á samningi hans. (Voetbal International)

Liverpool fylgist grannt með Arnaut Danjuma (24), fyrrum vængmanni Bournemouth, en Hollendingurinn hefur farið vel af stað með nýja félagi sínu Villarreal á Spáni. (Voetbal International)

Liverpool hefur verið að fylgjast með kólumbíska miðjumanninum Luis Diaz (24) hjá Porto. (Independent)

Chelsea og Liverpool hafa áhuga á franska vængmanninum Allan Saint-Maximin (24) hjá Newcastle. (Calciomercato)

Borussia Dortmund íhugar að kaupa Anthony Martial (25), franska sóknarmanninn hjá Manchester United, ef Erling Haaland (21) fer næsta sumar. (Sport1)

Tottenham hefur áhuga á Dejan Kulusevski (21), framherja Juventus. Þessi 21 árs sænski leikmaður er fallinn aftar í goggunarröðina hjá Juve og Tottenham gæti reynt vð hann í janúar. (Sun)

Arsenal fær samkeppni frá AC Milan um Noa Lang (21) sóknarleikmann Club Brugge. (Mirror)

Tottenham mun líklega bíða þar til næsta sumar, frekar en til janúar, áður en félagið reynir aftur að selja Dele Alli (25). Verðmæti leikmannsins hefur hríðfallið. (Football Insider)

Barcelona hefur fengið tilboð frá fyrirtæki í Dubai sem býðst til að borga upp skuldir félagsins. (8tv)

Barcelona hefur blandað sér í baráttu við Bayern München um brasilíska vængmanninn Antony (21) hjá Ajax. (Sport)

Chelsea og Bayern München eru ekki að ræða um að skipta á Christian Pulisic (23) og Leroy Sane (25). (Fabrizio Romano)

Jose Mourinho vill fá franska miðjumanninn Tanguy Ndombele (24) frá Tottenham til Roma. (Calciomercato)

Hugo Lloris (24), markvörður Tottenham, kallar eftir því að stjórinn Nuno Espirito Santo fái þolinmæði og tíma til að vinna sitt starf. (Evening Standard)

Real Madrid hefur áhuga á Alessandro Bastoni (22), miðverði Inter. Ítalski varnarmaðurinn er metinn á 60 milljónir evra. (Mundo Deportivo)

Real hefur einnig áhuga á Serge Aurier (28), fyrrum hægri bakverði Tottenham. Þessi fyrirliði Fílabeinsstrandarinnar er án félags. (Star)

Real Betis hefur hafið viðræður um framlengingu á samningi franska leikstjórnandans Nabil Fekir (28). (Marca)

Arsenal ætlar að halda áfram að bæta við leikmannahóp sinn í janúar en Edu hefur áhuga á fá inn þrjá. (Express)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur áhuga á að fá Marco Asensio (25) frá Real Madrid. 34 milljóna punda tilboði Arsenal var hafnað í sumar en Arteta gefst ekki upp. (Star)

Crystal Palace hefur áhuga á Tom Davies (23), miðjumanni Everton. Davies hefur ekki byrjað leik síðan Rafa Benítez tók við. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner