Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. september 2021 10:39
Elvar Geir Magnússon
Wan-Bissaka í tveggja leikja Evrópubann
Wan-Bissaka fékk tveggja leikja bann.
Wan-Bissaka fékk tveggja leikja bann.
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka, leikmaður Manchester United, hefur verið dæmdur í tveggja leikja Evrópubann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í tapleiknum gegn Young Boys í Meistaradeildinni.

Hann fékk því aukaleik í bann.

Þessi 23 ára bakvörður fékk beint rautt eftir tæklingu í fyrri hálfleik. Hann verður í banni gegn Villarreal í kvöld og einnig í heimaleik gegn Atalanta þann 20. október.

Svissneska félagið fékk 31 þúsund punda sekt þar sem boðflenna hljóp inn á völlinn.

Þá voru Leicester og Napoli sektuð fyrir ólæti áhorfenda í Evrópudeildarleik þeirra fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner