Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 29. október 2019 11:17
Magnús Már Einarsson
Rodwell ekki til Roma
Jack Rodwell.
Jack Rodwell.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt fréttum frá Ítalíu hefur Roma hætt við að semja við Jack Rodwell, fyrrum miðjumann Manchester CIty og Everton.

Mikil meiðsli eru hjá miðjumönnum Roma og í síðustu viku fékk félagið Rodwell til Ítalíu í læknisskoðun sem og Marcel Buchel, miðjumann frá Liechtenstein.

Varnarmaðurinn Gianluca Mancini fékk að spreyta sig á miðjunni gegn AC Milan um helgina.

Paulo Fonseca, þjálfari Roma, var hæstánægður með frammistöðu Mancini í leiknum og hefur því hætt við að bæta við miðjumanni við hópinn.

Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var einnig orðaður við Roma í síðustu viku en á endanum virtust Rodwell og Buchel vera ofar á lista. Það kom þó ekki að sök fyrir Emil því Roma virðist ekki ætla að bæta neinum miðjumanni við hópinn.
Athugasemdir
banner
banner