Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 29. desember 2017 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur KSÍ 
Leikjaniðurröðun klár - Lítið spilað á meðan Ísland er á HM
Birkir Már verður með landsliðinu í Rússlandi þegar Valur fær FH í heimsókn í stórleik í Pepsi-deild karla.
Birkir Már verður með landsliðinu í Rússlandi þegar Valur fær FH í heimsókn í stórleik í Pepsi-deild karla.
Mynd: Anna Þonn
KSÍ birti í dag á vef sínum drög að leikjaniðurröðun fyrir Pepsi-deildir karla og kvenna og Inkasso deild karla. Þá var staðfest að leikið verður á Íslandsmótinu á sama tíma og Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram.

Þeim leikjum verður þó haldið í lágmarki og fara aðeins tveir leikir í Pepsi-deild karla fram á tímabilinu 16. - 22. júní þegar Ísland leikur sína leiki í Rússlandi auk umferða í Pepsi-deild kvenna og Inkasso-deildinni.

Ekki var dregið í töfluröð að þessu sinni eins og undanfarin ár heldur var farið eftir óskum félaganna við mótanefnd KSÍ við uppröðum mótsins.

Ljóst er að Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður landsliðsins mun missa af stórleik Vals og FH sem fer fram 20. júní næstkomandi en hann verður þá með landsliðinu í Rússlandi. Hann gekk til liðs við Val skömmu fyrir jól.

Íslandsmeistarar Vals hefja leik gegn KR föstudagskvöldið 27. apríl og Pepsi-deild kvenna hefst 4. maí. Íslandsmeistarar Þórs/KA byrja mótið í Grindavík degi síðar.

Vinna stendur yfir við niðurröðun leikja í 1. deild kvenna, 2. deild karla og 3. deild karla. Stefnt er að því að birta drög leikja þar um miðjan janúar.

Vinna við niðurröðun leikja í 2. deild kvenna og 4. deild karla hefst um leið og þátttaka liggur fyrir. Drög leikja í þeim mótum verður birt um miðjan febrúar.

Sjáðu uppröðunina:
Pepsi-deild karla
Pepsi-deild kvenna
Inkasso-deild karla

Leikir Íslands á HM:
16. júní Argentína - Ísland
22. júní Nígería - Ísland
26. júní Ísland - Króatía
Athugasemdir
banner
banner