Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 29. desember 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Við verðum að reyna að hressa hann við
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög vonsvikinn með úrslitin og það hvernig við fengum mörkin á okkur," sagði Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, eftir 2-1 tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal missti frá sér 1-0 forystu á síðustu tíu mínútum leiksins og endaði leikurinn með 2-1 sigri gestanna.

„Ég er þó ánægður með margt sem ég sá. Ég er ánægður að við tókum marga hluti sem við höfum verið að æfa með okkur inn í leikinn."

„En ég er mjög vonsvikinn að tapa leiknum. Við verðum að skila góðri frammistöðu í lengri tíma gegn liði eins og Chelsea sem er mjög sterkt líkamlega. Við verðum að halda áfram."

Bernd Leno, markvörður Arsenal, gerði stór mistök í fyrra marki Chelsea er hann greip í tómt eftir fyrirgjöf.

„Hann verður leiður eftir þetta. Þegar mistök kosta liðið stig þá er það erfitt svo við verðum að reyna að hressa hann við. Hann hefur staðið sig mjög vel frá því hann kom til félagsins og við verðum að virða það. Við verðum að ná upp sjálfstraustinu hjá honum aftur."

Arsenal er í 12. sæti sem stendur með 24 stig úr 20 leikjum. Næsti leikur er gegn Manchester United. Arteta var spurður að því hvort Arsenal væri að fara úr Meistaradeildarbaráttu í það að berjast við að forðast fall.

„Við tökum þetta dag fyrir dag og skref fyrir skref. Ég vil ekki spá fyrir um neitt."

Sjá einnig:
David Luiz: Arteta á eftir að verða einn sá besti
Athugasemdir
banner
banner