Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. desember 2019 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
John Fleck: Dómarinn var fyrir
John Fleck.
John Fleck.
Mynd: Getty Images
„Mér fannst við gera mjög vel," sagði John Fleck, miðjumaður Sheffield United, eftir 2-0 tap gegn Manchester City á Etihad-vellinum á þessu sunnudagskvöldi.

„Auðvitað erum við vonsviknir með úrslitin, en þeir eru með leikmenn í heimsklassa."

Fleck og aðrir leikmenn Sheffield United voru ósáttir með fyrra mark City í leiknum þar sem Chris Kavanagh, dómari leiksins, þvældist fyrir þeim í aðdragandanum. Markið var skoðað í VAR, en það var metið sem svo að þáttaka hans í markinu hefði ekki verið nægileg til að dæma það af.

„Dómarinn var fyrir. Hann á ekki að vera þarna, en þetta er bara eitt af því sem gerist. Við fengum tvö eða þrjú góð færi. Þetta var ekki okkar dagur," sagði Fleck.

„Við höfum gert vel í að vera þar sem við erum og ætlum að halda áfram að gera vel á seinni hluta tímabilsins."

Markið má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner