Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. desember 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Launaþak sett á laggirnar í kínversku Ofurdeildinni
Fellaini fór frá Manchester United til Kína.
Fellaini fór frá Manchester United til Kína.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuyfirvöld í Kína hafa kynnt til leiks nýtt launaþak í kínversku ofurdeildinni. Stór nöfn gætu því verið á förum úr deildinni.

Fótboltamenn eins og Marouane Fellaini, Oscar og Marko Arnautovic hafa fengið tækifæri til að þéna vel við að spila fótbolta í Kína. Í nýjum reglum mun það hins vegar gilda að leikmenn fái ekki meira en 42 þúsund pund í vikulaun fyrir skatt.

Óhætt er að fullyrða að bestu leikmennirnir í Kína séu að þéna meira en það á viku.

Reglurnar munu ekki gilda á núgildandi samninga, en leikmennirnir þurfa að taka á sig launalækkun ef þeir vilja framlengja samninga sína.

Daily Mail fjallar um málið og þar er þeirri spurningu velt upp hvort að Fellaini, Oscar og Arnautovic gætu snúið aftur í ensku úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner