Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 29. desember 2019 15:02
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Skotland: Fyrsti sigur Rangers á Celtic Park síðan 2010
Steven Gerrard er að gera frábæra hluti með Rangers.
Steven Gerrard er að gera frábæra hluti með Rangers.
Mynd: Getty Images
Celtic 1-2 Rangers
0-1 Ryan Kent ('36)
1-1 Odsonne Edouard ('42)
1-2 Nikola Katic ('56)

Rautt spjald: Alfredo Morelos ('90)

Það fór fram sannkallaður toppslagur í skosku úrvalsdeildinni í dag þegar Celtic tók á móti erkifjendum sínum í Rangers.

Gestirnir í Rangers komust yfir á 36. mínútu með marki frá fyrrum leikmanni Liverpool, Ryan Kent.

Heimamenn í Celtic jöfnuðu fyrir hálfleik, það gerði Odsonne Edouard á 42. mínútu.

Það var eitt mark í viðbót skorað í leiknum og það gerði Nikola Katic á 56. mínútu, þetta mark tryggði Rangers sinn fyrsta sigur á Celtic Park frá árinu 2010.

Það er mikil spenna í toppbaráttunni í Skotlandi og sérstaklega eftir úrslit dagsins, Celtic er með 52 stig í toppsætinu en Rangers í öðru sæti með 50 stig og á þar að auki leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner