Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. desember 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Níu leikjum frestað í ensku neðri deildunum
Úr leik hjá Rochdale.
Úr leik hjá Rochdale.
Mynd: Getty Images
Kórónaveiran hefur mikil áhrif í enska boltanum þessa dagana. Leik Everton og Manchester City var frestað í ensku úrvalsdeildinni í gær eftir smit hjá City.

Níu leikjum hefur verið frestað í neðri deildunum í kvöld vegna smita, þar á meðal sjö leikjum í C-deildinni.

Wesley Tensel, læknir hjá Rochdale í ensku C-deildinni, telur að fresta eigi tímabilinu í ljósi stöðunnar.

„Þessir leikmenn eru undir pressu á að mæta út á völl og standa sig þegar innst inni þeir hafa alvarlegar áhyggjur. Þeir eiga ung börn og eldri fjölskyldumeðlimi," sagði Wesley við BBC.

„Þessir leikmenn eru manneskjur eins og allir aðrir og stundum veltir maður því fyrir sér hvort að tímabilið eigi að vera ennþá í gangi?"
Athugasemdir
banner
banner
banner