Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. desember 2020 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona missteig sig í fjarveru Messi
Braithwaite klikkaði á vítapunktinum. Hann setti boltann fram hjá.
Braithwaite klikkaði á vítapunktinum. Hann setti boltann fram hjá.
Mynd: Getty Images
Barcelona missteig sig þegar liðið mætti Eibar á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni.

Lionel Messi fékk hvíld í kvöld og það var því Daninn Martin Braithwaite sem steig á punktinn þegar Börsungar fengu vítaspyrnu á áttundu mínútu. Braithwaite mistókst að skora.

Gestirnir í Eibar tóku forystuna á 57. mínútu, en sú forysta var ekki langlíf. Ousmane Dembele jafnaði metin fyrir Barcelona á 67. mínútu.

Lengra komst Barcelona hins vegar ekki og voru lokatölur 1-1. Barcelona er í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig og þessi fyrsti hluti tímabilsins verið mikil vonbrigði. Eibar er í 14. sæti með 16 stig.

Leikur Sevilla og Villarreal er einnig búinn. Þar hafði Sevilla betur, 2-0. Sevilla er í þriðja sæti deildarinnar með 29 stig og Villarreal er í fimmta sæti með 26 stig.

Barcelona 1 - 1 Eibar
0-0 Martin Braithwaite ('8 , Misnotað víti)
0-1 Kike ('57 )
1-1 Ousmane Dembele ('67 )

Sevilla 2 - 0 Villarreal
1-0 Lucas Ocampos ('8 , víti)
2-0 Youssef En-Nesyri ('53 )

Leikir kvöldsins:
20:30 Cadiz - Valladolid
20:30 Levante - Betis
Athugasemdir
banner