Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. janúar 2020 09:20
Elvar Geir Magnússon
Haaland með riftunarákvæði - Man Utd spyr um Rakitic
Powerade
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Rakitic.
Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Rakitic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Richarlison, Haaland, Jose, Piatek, Mertens, Rakitic, Soares og fleiri í safaríkum slúðurpakka. Það er örstutt t í að janúarglugganum verður lokað og það er allt að gerast!

Everton er ákveðið í að selja ekki Richarlison (22) og stefnan er að smíða liðið í kringum brasilíska sóknarleikmanninn. Félagið hafnaði 85 milljóna punda tilboði frá Barcelona í Richarlison. (Liverpool Echo)

Spánarmeistararnir leita logandi ljósi að sóknarmanni fyrir gluggalok þar sem Luis Suarez (33) spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla. (Sport)

Erling Braut Haaland (19), norski sóknarmaðurinn hjá Borussia Dortmund, er með riftunarákvæði upp á 63 milljónir punda. Það verður virkt sumarið 2021. (Bild)

Chelsea vill fá belgíska framherjann Dries Mertens (32) frá Napoli en ítalska félagið vill ekki selja hann svona seint í glugganum. (Telegraph)

Atletico Madrid vill ekki borga PSG meira en 15 milljónir evra fyrir sóknarmanninn Edinson Cavani (32). (Guardian)

Bandaríska MLS-félagið Inter Miami hefur lagt fram tilboð í Cavani. Félagið er í eigu David Beckham. (AS)

Tottenham er í viðræðum við Real Sociedad um brasilíska sóknarmanninn Willian Jose (28) sem er með 59 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (ESPN)

Hertha Berlín er nálægt því að ná samkomulagi við AC Milan um pólska sóknarmanninn Krzysztof Piatek (24) sem er á óskalista Tottenham. (Sky Sports)

Hertha mun geta keypt Piatek fyrir 23,5 milljónir punda en Tottenham vildi aðeins gera lánstilboð. (Mail)

West Ham hefur gert tilboð í miðjumanninn Salomon Kalou (34), Fílabeinsstrendinginn hjá Hertha Berlín. (Express)

Manchester United hefur haft samband við Barcelona og spurt um möguleika á að fá króatíska miðjumanninn Ivan Rakitic (31). (ESPN)

Varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly (28) mun ekki yfirgefa Napoli í þessum mánuði. Manchester United hefur sýnt honum áhuga. (Sun)

Thomas Muller (30) útilokar ekki að yfirgefa Bayern München en hann á ekki lengur fast sæti í liðinu. Muller hefur verið orðaður við Manchester United. (Bild)

Southampton er tilbúið að selja portúgalska bakvörðinn Cedric Soares (28) fyrir gluggalok en samningur hans rennur út í lok tímabilsins. Arsenal hefur áhuga. (Standard)

Everton hefur gert misheppnaða tilraun til að fá úrúgvæska miðjumanninn Matias Vecino (28). Leikmaðurinn verður áfram hjá Inter. (Star)

Vonir Borussia Dortmund um að fá Emre Can (26) frá Juventus hafa minnkað verulega. (Kicker)

Spænski framherjinn Paco Alcacer (26) er nálægt því að yfirgefa Dortmund og halda til Villarreal. (Marca)

Franska félagið Lille er að reyna að fá varnarmanninn Tariq Lamptey (19) frá Chelsea. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner