Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. apríl 2022 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Genoa missti af mikilvægu stigi eftir vítaklúður í uppbótartíma
Albert Guðmundsson reyndi að hugga Criscito
Albert Guðmundsson reyndi að hugga Criscito
Mynd: EPA
Sampdoria 1 - 0 Genoa
1-0 Abdelhamid Sabiri ('25 )
1-0 Domenico Criscito ('90 , Misnotað víti)

Sampdoria vann Genoa, 1-0, í borgarslag í Seríu A í dag. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Sampdoria sem er nú einum sigri frá því að tryggja sæti sitt í deildinni.

Abdelhamid Sabiri skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu eftir fyrirgjöf frá Tommasso Augello.

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson kom inná í lið Genoa á 56. mínútu og nældi sér í gult spjald.

Undir lok leiksins fékk Genoa tækifæri á að fá stig úr leiknum er liðið fékk vítaspyrnu. Alex Ferrari, varnarmaður Sampdoria, handlék boltann innan teigs og eftir langa skoðun frá VAR benti dómarinn á punktinn.

Dominico Criscito, fyrirliði Genoa, fór á punktinn en lét Emil Audero verja frá sér. Risavarsla hjá Audero sem nær í öll stigin fyrir Sampdoria.

Þetta stig hefði reynst mikilvægt fyrir Genoa en liðið er í 19. sæti með 25 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir. Sampdoria er á meðan í 16. sæti með 33 stig og getur andað léttar.
Athugasemdir
banner
banner
banner