Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. maí 2021 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: 'Hammer time' gegn Haukum í Vogunum
Dagur Ingi gerði þrennu fyrir Þrótt Vogum.
Dagur Ingi gerði þrennu fyrir Þrótt Vogum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur V. 4 - 1 Haukar
1-0 Dagur Ingi Hammer ('2)
2-0 Dagur Ingi Hammer ('25)
3-0 Dagur Ingi Hammer ('32)
4-0 Ruben Lozano ('45)
4-1 Tómas Leó Ásgeirsson ('73)
Rautt spjald: Tumi Guðjónsson, Haukar ('57)

Lærisveinar Hermanns Hreiðarsson fóru illa með Hauka þegar liðin áttust við í 2. deild karla í dag.

Leikurinn átti upprunalega að fara fram á föstudag en var frestað vegna veðurs.

Vogamenn gengu frá leiknum í fyrri hálfleik með Dag Inga Hammer fremstan í flokki. Hann skoraði þrennu á fyrsta hálftíma leiksins og Ruben Lozano gerði fjórða markið áður en flautað var til hálfleiks.

Haukar misstu mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik en þeir náðu að klóra í bakkann áður en flautað var af. Það var mikil töf í seinni hálfleik eftir að leikmaður Hauka fékk slæmt höfuðhögg.

Lokatölur 4-1 fyrir Þrótt sem hefur núna unnið tvo stórsigra í röð, fyrst gegn ÍR og svo Haukum. Þróttarar eru komnir upp í þriðja sæti með átta stig. Haukar eru níunda sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki. Þróttur hefur skorað flest mörk í deildinni, 13 talsins, og Haukar hafa fengið flest á sig ásamt Kára, 11 talsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner