Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. maí 2021 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Lyon að missa af titlinum án Söru
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Getty Images
Það er útlit fyrir það að Lyon missi af franska meistaratitlinum í ár. Lyon mætti Paris Saint-Germain í hreinum úrslitaleik um titilinn í kvöld.

Þetta var hörkuleikur eins og við var búist. Lyon átti fleiri marktilraunir í leiknum en tókst ekki að setja eina þeirra í markið.

Lokaniðurstaðan var markalaust jafntefli sem eru alls ekki góð úrslit fyrir Lyon.

PSG er með eins stigs forystu á Lyon fyrir lokaumferðina. Lyon mætir Fleury 91, sem er í níunda sæti, í lokaumferðinni og PSG fær Dijon, sem er í áttunda sæti, í heimsókn.

Sara Björk Gunnarsdóttir er á mála hjá Lyon. Hún spilaði 12 leiki og skoraði þrjú mörk í frönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hún er ófrísk og spilar ekki meira á tímabilinu.

Lyon hefur unnið 14 deildartitla en PSG hefur aldrei unnið titilinnn. Það gæti breyst um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner