Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næsti maður á lista Celtic: Ange Postecoglou
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt á föstudag að Eddie Howe yrði ekki stjóri Celtic í Skotlandi.

Ýmsar ástæður eru sagðar fyrir því að ekkert varð af samningum. Talað er um að aðilar hafi ekki verið sammála um fjármagn til leikmannakaupa og starfslið.

Howe er 43 ára og er fyrrum stjóri Bournemouth. Hann var fyrsti kostur til að koma í stað Neil Lennon.

Samkvæmt Sky Sports þá er Roy Keane ekki næsti maður á blaði hjá Celtic. Félagið er núna á eftir Ange Postecoglou, fyrrum landsliðsþjálfara Ástralíu. Postecoglou er núna að þjálfa Yokohama F. Marinos í Japan.

Celtic hafnaði 25 stigum frá meisturunum og erkifjendunum í Rangers í skosku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner