Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 30. maí 2021 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Diljá skoraði fram hjá Cecilíu
Diljá í leik með Val á síðustu leiktíð.
Diljá í leik með Val á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers opnaði markareikning sinn með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Diljá gekk í raðir Häcken, sem varð sænskur meistari í fyrra, frá Val fyrir tímabilð. Hún kom inn á sem varamaður gegn KIF Örebro í dag og skoraði í uppbótartíma.

Cecílía Rán Rúnarsdóttir var í marki Örebro í leiknum og Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro sem var einum færri frá 75. mínútu.

Häcken er í öðru sæti sænsku deildarinnar, fimm stigum frá toppliði Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir spilað með Rosengård sem hefur unnið alla sína leiki til þessa. Örebro er í sjötta sæti deildarinnar.

Þá vann Piteå 1-0 sigur á Djurgården í Íslendingaslag. Hlín Eiríksdóttir kom inn á sem varamaður hjá Piteå á 72. mínútu leiksins. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í vörn Djurgården sem er í næst neðsta sæti. Piteå er í níunda sæti af 12 liðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner