Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 30. maí 2022 15:47
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea staðfestir yfirtökuna - „Okkar sýn er skýr"
Todd Boehly
Todd Boehly
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea sendi í dag frá sér yfirlýsingu og staðfesti þar kaup Todd Boehly á félaginu.

Boehly og fjárfestingahópurinn Clearlake Capital hafa nú formlega gengið frá yfirtöku á Chelsea en kaupverðið er 4,25 milljarða punda.

Breska ríkisstjórnin samþykkti kaupin á dögunum eftir að rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich samþykkti kröfurnar sem voru gerðar til hans.

Abramovich sá sig tilneyddan til að selja Chelsea eftir að breska ríkisstjórnin beitti hann refsiaðgerðum vegna tengsla hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands.

Hann skrifaði á dögunum undir lagalega bindandi samning um að lán hans til félagsins færi inn á frosinn bankareikning sem ríkisstjórnin stýrir og fer peningurinn til fórnarlamba stríðsins í Úkraínu.

„Það er sannur heiður fyrir okkur að vera nýir forráðamenn Chelsea. Við erum 100 prósent inn í þessu, fyrir hverja mínútu og hvern leik. Sýn okkar er skýr og það er að gera stuðningsmenn stolta. Við viljum halda áfram að þróa akademíuna og ná í hæfileikaríkustu leikmönnunum. Plan okkar er að fjárfesta í félaginu til framtíðar og byggja ofan á þann magnaða og sögulega árangur sem félagið hefur áorkað. Ég vil persónulega þakka ráðherrunum og fulltrúm bresku ríkistjórnarinnar og ensku úrvalsdeildinni fyrir þeirra framlag í að gera þetta að veruleika," sagði Boehly á heimasíðu Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner