Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. maí 2022 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund fær Marcel Lotka frá Berlín (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Borussia Dortmund er búið að krækja í markvörðinn Marcel Lotka á frjálsri sölu frá Hertha Berlin.


Hertha fær aðeins prósentuhlutfall af endursölu á leikmanninum fyrir að hafa alið hann upp.

Lotka er 21 árs gamall og á 22 leiki að baki fyrir yngri landslið Pólverja. Hann hafði ekki fengið tækifæri í þýsku deildinni fyrr en í vor þegar hann reyndist einn af bestu leikmönnum Hertha í fallbaráttunni á lokakafla tímabilsins.

Hjá Dortmund mun hann berjast við Gregor Kobel um byrjunarliðssæti, en Kobel var ekki lengi að taka sætið af Roman Bürki þegar hann gekk til liðs við félagið.

Lotka er fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Dortmund í sumar. Hinir fjórir eru Karim Adeyemi, Nico Schlotterbeck, Jayden Braaf og Salih Özcan.


Athugasemdir
banner