Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. maí 2022 23:53
Ívan Guðjón Baldursson
Hálf milljón tók þátt í fögnuðinum í Liverpool
Mynd: EPA

Liverpool átti stórkostlegt tímabil þar sem liðið komst í alla mögulega úrslitaleiki en stóð þó aðeins uppi sem sigurvegari í tveimur keppnum.


Degi eftir tap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar héldu leikmenn heim til Liverpool til að fagna þessu frábæra tímabili sem endaði þó á gríðarlega svekkjandi máta, bæði á Englandi og í Evrópu.

Fagnaðarlætin voru mögnuð og reiknar borgarráð Liverpoolborgar með því að um 500 þúsund manns hafi tekið þátt í fögnuðinum og myndað 13,5km langa röð.

Liverpool vann bæði enska deildabikarinn og FA bikarinn í karlaflokki. Karlarnir fögnuðu sigrinum með leikmönnum kvennaliðsins sem unnu B-deildina og tryggðu sér sæti í efstu deild.

Sjá einnig:
Sigurhátíð í Liverpool þrátt fyrir tapið í gær


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner