Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   sun 29. maí 2022 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurhátíð í Liverpool þrátt fyrir tapið í gær
Fyrir úrslitaleikinn í gær.
Fyrir úrslitaleikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var sannkölluð sigurhátíð í Liverpool borg í dag, þrátt fyrir að lærisveinar Jurgen Klopp hafi þurfti að sætta sig við tap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.

Liverpool spilaði við Real Madrid í úrslitaleiknum í gær og tapaði að lokum 1-0.

Samt var tímabilið að margra mati gott, jafnvel mjög gott. Liðið fór alla leið í öllum keppnum sem þeir tóku þátt í og enduðu með tvo titla; deildabikarinn og FA-bikarinn. En þeir misstu af tveimur stærstu titlunum.

„Frábært tímabil. Það er rúta á morgun í Liverpool, sama hvernig fer. Menn fóru alla leið. Að tapa fyrir Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar er ekki það sem á að skilja á milli hvort þú átt frábært tímabil eða tímabil sem veldur þér vonbrigðum. Það er svekkjandi að tapa en ekki svekkjandi á þann hátt 'skammist ykkar og verið heima, við ætlum ekki að hylla ykkur'. Þetta lið fór í 92 stig og spilaði hvern einasta leik sem var í boði á tímabilinu. Það ber að hylla, tvær dollur og þessi árangur," sagði Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður Liverpool, í útvarpsþættinum í gær.

Þúsundir stuðningsmanna Liverpool hylltu hetjur sínar á götum borgarinnar í dag. Karlalið Liverpool keyrði um í rútu og það gerði kvennaliðið líka eftir flottan árangur á tímabilinu. Kvennaliðið mun aftur leika í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir sigur í Championship-deildinni.

Borgarstýran, Joanne Anderson, hélt ræðu þar sem hún sagði að liðin hefðu fyllt borgina af „stolti."

Nánar er hægt að lesa um góðan dag í Liverpool með því að smella hérna.



Útvarpsþátturinn - Bikardraumar, París og lið ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner