Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. ágúst 2021 09:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerir lítið úr meintu rifrildi við Kolbein inn á vellinum
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliðinu hjá Gautaborg í gær þegar liðið tapaði gegn Häcken í sænsku úrvalsdeildinni.

Fram kemur í sænskum fjölmiðlum að Kolbeinn og liðsfélagi hans - Tobias Sana - hafi átt í eldheitum samræðum á meðan leik stóð. Fram kemur hjá Expressen að fyrirliðinn Marcus Berg hafi þurft að stíga inn á milli.

Sana svaraði fyrir rifrildi við fjölmiðlamenn eftir leik. „Ég hef þekkt Kolbein í átta eða níu ár og hann er eins og bróðir minn. Fólk vill gera eitthvað mál úr þessu því Gautaborg er félag sem margir hugsa um. Það er verið að gera mál úr einhverju sem er ekkert mál," sagði Sana.

„Ef fólk býst við að við séum jákvæðir og allt í góðu þegar við erum í 13. sæti, þá veit ég ekki hvað."

Sana segir að hann og Kolbeinn séu báðir með haár kröfur inn á fótboltavellinum.

Stjórn KSÍ tók í gær ákvörðun um að vísa Kolbeini úr landsliðshópnum fyrir komandi landsleiki í kjölfarið á umræðu síðustu daga um ofbeldi og kynferðislega áreitni af hálfu landsliðsmanna.
Athugasemdir
banner
banner