Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. ágúst 2021 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er bara búinn að vera svona í öllum leikjum"
Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason var öflugur í leik með KR gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í gær.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður að því eftir leik hvort þetta hefði verið bestur leikur miðjumannsins í treyju KR.

„Hann er bara búinn að vera svona í öllum leikjunum," sagði Rúnar í viðtali.

„Hann er stórkostlegur leikmaður. Hann tapar varla bolta, vinnur mikið af boltum og hleypur meira en allir hinir leikmennirnir. Hann er ótrúlega flottur."

Theódór Elmar gekk í raðir KR á miðju tímabili eftir langa veru í atvinnumennsku. Hann er 34 ára gamall og á að baki 41 A-landsleik fyrir Ísland.

Hægt er að sjá allt viðtalið við Rúnar hér að neðan.
Rúnar Kristins: Kiddi er með gríðarlega góðan hægri fót
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner