Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 30. ágúst 2021 22:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Margrét: Ég væri að ljúga að þér ef ég segði að þetta væri góð staða
Margrét Magnúsdóttir, einn af þjálfurum Fylkis.
Margrét Magnúsdóttir, einn af þjálfurum Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir tók á móti Þrótti R. í 16. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Fylkir situr í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

„Ég held að við verðum bara að virða stigið sem við fengum, auðvitað vildum við fá þrjú stig, maður vill það alltaf, en úr því sem komið var gæti stigið reynst okkur mjög mikilvægt og við virðum það, sagði Margrét Magnúsdóttir, einn af þjálfurum Fylkis strax eftir leik.

Margréti fannst liðið spila nokkuð vel í kvöld.

„Mér fannst við spila þennan leik nokkuð vel, sérstaklega komum við inn í seinni hálfleikinn af mjög miklum krafti og þetta er í rauninni bara það sem við viljum að einkenni okkar lið, að við komum inn á fullu og gefum ekkert eftir. Erum í rauninni að gefa í svolítið mikið frá síðasta leik gegn Stjörnunni. Við ákváðum að koma á fullum krafti inn í þetta og sýna að við erum að berjast fyrir lífi okkar í þessari deild."

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Þróttur R.

Tvær umferðir eru eftir og eiga Fylkir eftir að mæta Þór/KA og ÍBV. Keflavík vann sinn leik í kvöld og er því með þriggja stiga forskot á Fylki eftir úrslit kvöldsins.

„Ég væri að ljúga að þér ef ég segði að þetta væri góð staða. Þetta er erfið staða og við vitum það og erum meðvituð um það. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt fyrir okkur að taka einn leik í einu, við eigum tvo leiki eftir og við munum byrja á að klára leikinn á laugardaginn og svo byrjum við að fókusa á ÍBV leikinn."

Fyrr í sumar ætlaði Kjartan að hætta sem þjálfari liðsins en hætti svo við að hætta, framhaldið hefur ekki verið ákveðið.

„Það er í rauninni bara allt opið, ég held að þetta sé spurning í öllum viðtölum, um þjálfaramál Fylkis. Kjartan er hérna enþá og ég og Jón Steindór komum inn í þetta um mitt sumar og framhaldið er í rauninni bara óákveðið, það er staðan í dag, sagði Margrét að lokum.

Athugasemdir
banner
banner