Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. ágúst 2021 14:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael Egill í Spezia og lánaður aftur í Spal (Staðfest)
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: SPAL
Mikael Egill Ellertsson, einn efnilegasti leikmaður þjóðarinnar, hefur verið keyptur til Spezia, sem er í ítölsku úrvalsdeildinni.

Hann skrifar undir fimm ára við Spezia en fer aftur til Spal, sem er í B-deildinni, og klárar tímabilið þar. Hann er búinn að vinna sig inn í aðalliðshópinn hjá Spal.

Talið er að kaupverðið sé um 1 milljón evra.

Mikael getur leikið á kanti sem og miðju en hann var nýverið valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn og verður með í komandi landsleikjum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi.

„Mikael er búinn að vera frábær með unglingaliðum SPAL síðustu ár. Hann er leiftursnöggur kantmaður og hefur hann núna verið sterklega orðaður við Spezia," sagði Björn Már Ólafsson í hlaðvarpi sínu um ítalska boltann á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner