Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 30. september 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Óli Jó sendi miða inn á völlinn til dómarans
Þóroddur fékk miða frá Óla Jó.
Þóroddur fékk miða frá Óla Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar Kristinn Ingi Halldórsson, leikmaður Vals, kom inn á sem varamaður í 4-3 sigrinum á Víkingi R. í dag var hann með miða sem hann lét Þórodd Hjaltalín dómara fá.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, og Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari, voru mennirnir á bakvið miðasendinguna.

„Við vorum ekki alveg sáttir við dómarann svo við skrifuðum smá sendingu til hans," sagði Óli Jó léttur í bragði eftir leik en hann vill ekki segja hvað stóð á miðanum.

„Ég vill helst ekki gera það. Þið verðið að spyrja hann. Hann má segja það."

Þóroddur hafði gaman að uppátækinu og brosti þegar hann fékk miðann í hendurnar.

„Við Bjössi höfum ætlað að gera þetta nokkrum sinnum í sumar en við gleymdum því alltaf," sagði Óli.

Hér að neðan er viðtalið við Óla í heild sinni.
Óli Jó á síður von á því að taka lagið með Króla og Jóa P
Athugasemdir
banner