Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 30. september 2021 06:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar opinberar landsliðshópinn í dag
Fréttamannafundur 13:15
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag er fréttamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ sem hefst kl. 13:15. Efni fundarins er leikmannahópur karlalandsliðsins fyrir tvo heimaleiki í undankeppni HM 2022.

Fundurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net

Leikið verður á Laugardalsvelli gegn Armeníu 8. október og Liechtenstein 11. október.

Ísland er í næst neðsta sæti riðilsins, þremur stigum fyrir ofan Liechtenstein. Í mars á þessu ári tapaði Ísland 2-0 á útivelli gegn Armeníu og vann svo 4-1 sigur í Liechtenstein.

Ýmislegt áhugavert
Stjórn KSÍ ákvað í síðasta landsleikjaglugga að taka Kolbein Sigþórsson úr hópnum sem Arnar Þór Viðarsson hafði valið, í kjölfar þess að fjölmiðlaumfjöllun fór af stað um að hann hafi beitt konu kyn­ferðis­legu of­beldi á skemmti­stað í Reykja­vík árið 2017. Kolbeinn er nýbúinn í aðgerð og er ekki leikfær fyrir komandi leiki.

Hörður Björgvin Magnússon, Sverrir Ingi Ingason og Alfreð Finnbogason eru enn á meiðslalistanum og mál Gylfa Þórs Sigurðssonar enn til rannsóknar. Aron Einar Gunnarsson gæti verið valinn á ný en hann var ekki í síðasta hóp eftir að hafa smitast af Covid-19 fyrir verkefnið. Hann hefur hinsvegar náð sér og spilað með Al Arabi í Katar undanfarnar vikur.

Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum síðast vegna meiðsla og persónulegra ástæðna samkvæmt frétt á heimasíðu KSÍ og fróðlegt að sjá hvort hann snúi aftur.

Hannes Þór Halldórsson hefur lagt landsliðshanskana á hilluna svo ljóst er að nýr markvörður kemur inn í hópinn frá því síðast. Ólíklegt er að Kári Árnason verði í hópnum en hann er að klára sinn feril og framundan er undanúrslitaleikur í bikar með Víkingi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner