Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. september 2021 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Í beinni - 13:15 Landsliðshópur Íslands opinberaður
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag er fréttamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ sem hefst kl. 13:15. Efni fundarins er leikmannahópur karlalandsliðsins fyrir tvo heimaleiki í undankeppni HM 2022.

Fundurinn er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net

Leikið verður á Laugardalsvelli gegn Armeníu 8. október og Liechtenstein 11. október.

Ísland er í næst neðsta sæti riðilsins, þremur stigum fyrir ofan Liechtenstein. Í mars á þessu ári tapaði Ísland 2-0 á útivelli gegn Armeníu og vann svo 4-1 sigur í Liechtenstein.

Fróðlegt verður að sjá hvernig hópurinn verður fyrir komandi leiki en enn eru ýmsir lykilmenn fjarverandi.
13:40
Fundi lokið

Fundi hefur verið slitið.

Fréttir af fundinum munu birtast á Fótbota.net innan tíðar.

Eyða Breyta
13:37
Eru í draumastarfi
Þjálfarararnir voru spurir hvernig þeir hafi haft þa eftir síðustu hrinu.

Eiður segir að þeir séu í draumastarfi og sjái mikla möguleika í stöðunni.

Arnar segir að öll verkefni séu krefjandi og þetta sé krefjandi starf. Arnar segir að strax eftir síðustu landsleiki hafi hann hlakkað til næstu leikja.

Eyða Breyta
13:35
Raggi ekki valinn

Arnar segir að aðrir miðverðir hafi verið valdnir fram yfir Ragga. Aðspurur hvort einhver sé hættur í landsliðinu segir Arnar að allir hafi gefið kost á sér.

Eyða Breyta
13:33
Kári hefði verið valinn

Kári Árnason hefði líklega verið valinn ef Víkingur væri ekki kominn í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Eyða Breyta
13:32
Ástæður er varða fjarveru Arons skýrðar síðar - Ekkert verið í sambandi við Gylfa.

Arnar segir að ástæður fyrir því að Aron sé ekki valinn verði skýrðar síðar. Hann segir að landsliðsþjálfararnir hafi ekki verið í sambandi við Gylfa.

Eyða Breyta
13:30
Elías í byrjunarliðinu hjá Midtjylland í kvöld?

Elías Rafn hefur verið frábær hjá Midtjylland að undanförnu. Arnar segir að Elías verði í byrjunarliðinu í Evrópudeildinni í kvöld þó Jonas Lössl sé mættur úr meiðslum.

Eyða Breyta
13:29
Rúnar Alex ekki að spila í Belgíu

Arnar segir að Rúnar Alex muni byrja fljótlega að spila með Leuven þar sem hann er á láni.

Eyða Breyta
13:27
Eiður Smári minnir á að drengirnir eiga móðir
Eiður á tvo syni í hópnum, þá Andra Lucas og Svein Aron. Hann minnir á að drengirnir eigi móðir sem á stóran þátt í þeirra velgengni.

Eyða Breyta
13:26
Rúnar Már ekki spilað að undanförnu

Rúnar Már ekki með, Arnar segir að það sé vegna þess að hann sé nánast ekkert búinn að spila síðan í ágúst.

Eyða Breyta
13:23
Arnar ákvað að velja Aron ekki
Arnar segir að hann hafi tekið ákvörðun að veja Aron Einar ekki. Aron gaf kost á sér í verkefnið en ákvörðunin er tekin vegna utanaðkomandi aðstæðna. Arnar segist hafa rætt málin vel við Aron og að Aron sé ekki hættur í landsliðinu.

Arnar segir að honum hafi ekki verið bannað að velja neinn í þetta skiptið.

Eyða Breyta
13:22
Eiður Smári segist hlakka til verkefnisins sem framundan er. Vonbrigði að ná bara í eitt stig í síðustu landsleikjahrinu.

Eyða Breyta
13:21
Mótfallnir öllu ofbedi
Arnar ítrekar að hann og Eiður Smári séu mótfallnir öllu ofbeldi og séu stoltir af því að tilheyra hreyfingu sem tekur skýra afstöðu gegn því.

Eyða Breyta
13:20
Arnar tekur til máls:

Arnar byrjar að tala um verkferla og stjórnarskipti.

Íþróttahreyfingin standi frammi fyrir miklum áskorunum. Segir að margt sé hægt að laga og málið sé komið í ferli.

Hann segir að ákveðið millibilsástand sé í gangi þar sem stjórnarskipti hjá KSÍ séu yfirvofandi.

Eyða Breyta
13:17
Landsliðsþjálfararnir eru sestir. Ómar Smárason byrjar á nokkrum orðum. Almenn miðasala hefst á morgun á tix.is.

Eyða Breyta
13:16
Það eru fimm breytingar á landsliðshópnum frá því í síðasta verkefni.

Þeir Sveinn Aron Gujohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Ari Leifsson, Elías Már Ómarsson og Stefán Teitur Þórðarson koma inn í hópinn.

Það eru þeir Hannes Þór Halldórsson (hættur), Kári Árnason (líklega hættur), Arnór Sigurðsson (meiddur), Mikael Egill Ellertsson og Gísli Eyjólfsson sem ekki eru í hópnum í þetta skiptið.

Eyða Breyta
13:11


Kári Árnason er ekki heldur í hópnum en hann hefur þá leikið sinn síðasta landsleik. Einbeiting hans fer í bikarleikinn/leikina sem framundan eru hjá Víkingi áður en hann leggur skóna á hilluna.


Eyða Breyta
13:09
Aron Einar er ekki í hópnum (Staðfest)
Og ekki heldur Rúnar Már Sigurjónsson.




Eyða Breyta
13:08
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hóp fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í október.

Ísland mætir Armeníu föstudaginn 8. október og Liechtenstein mánudaginn 11. október. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli og hefjast þeir kl. 18:45. Armenía er í öðru sæti riðilsins með 11 stig, Ísland í því fimmta með fjögur stig og Liechtenstein í því neðsta með eitt stig.

Almenn miðasala á leikina hefst föstudaginn 1. október á tix.is, en forsala til þeirra sem hafa keypt ársmiða og haustmiða undanfarin ár fór af stað í dag, fimmtudaginn 30. september.

Hópurinn
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK
Rúnar Alex Rúnarsson - Oud-Heverlee-Leuven - 12 leikir
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland

Jón Guðni Fjóluson - Hammarby IF - 18 leikir, 1 mark
Ari Leifsson - Stromsgodset IF - 1 leikur
Brynjar Ingi Bjarnason - US Lecce - 6 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 23 leikir, 1 mark
Ari Freyr Skúlason - IFK Norrköping - 81 leikur
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC - 9 leikir
Alfons Sampsted - FK Bodo/Glimt - 5 leikir
Birkir Már Sævarsson - Valur - 101 leikur, 3 mörk
Þórir Jóhann Helgason - US Lecce - 3 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 7 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 101 leikur, 14 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 4 leikir
Andri Fannar Baldursson - FC Köbenhavn - 7 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - FC Schalke 04 - 28 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar - 25 leikir, 4 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF - 12 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 10 leikir, 1 mark
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid Castilla - 3 leikir, 1 mark
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 4 leikir
Viðar Örn Kjartansson - Valerenga IF - 30 leikir, 4 mörk
Elías Már Ómarsson - Nimes Olympique - 9 leikir

Eyða Breyta
12:57


Frá Laugardalsvelli:
Hér í "Teppinu" undir stúku Laugardalsvallar eru fréttamenn að gera sig klára fyrir fundinn. Auk mín eru Bjarni Helgason frá Mbl og Hörður Snævar ritstjóri 433 búnir að taka sér stöðu. Í þessum skrifuðu orðum mætir svo Edda Sif frá RÚV í húsið.
Elvar Geir Magnússon

Eyða Breyta
12:50
Bannað að velja Aron Einar?

Hörður Snævar Jónsson á 433.is segir frá því að Aron Einar Gunnarsson hafi gefið kost á sér í verkefnið en stjórn KSÍ, sem tekur við til bráðabirgðar um helgina, hafi meinað Arnari Viðarssyni að velja Aron.

Eyða Breyta
12:47
Ísland á litla möguleika á því að enda í 2. sæti riðilsins en það sæti er umspilssæti um laust sæti á HM. Liðið á fjóra leiki eftir í riðlinum og er sjö stigum frá 2. sætinu.

Eyða Breyta
12:15
Góðan og gleðilegan daginn! Það er fréttamannafundur framundan þar sem í ljós kemur hvaða leikmenn verða í hópnum fyrir leiki gegn Armeníu og Liechtenstein.

Ýmislegt áhugavert
Stjórn KSÍ ákvað í síðasta landsleikjaglugga að taka Kolbein Sigþórsson úr hópnum sem Arnar Þór Viðarsson hafði valið, í kjölfar þess að fjölmiðlaumfjöllun fór af stað um að hann hafi beitt konu kyn­ferðis­legu of­beldi á skemmti­stað í Reykja­vík árið 2017. Kolbeinn er nýbúinn í aðgerð og er ekki leikfær fyrir komandi leiki.

Lykilmenn fjarverandi
Hörður Björgvin Magnússon, Sverrir Ingi Ingason og Alfreð Finnbogason eru enn á meiðslalistanum og mál Gylfa Þórs Sigurðssonar enn til rannsóknar. Aron Einar Gunnarsson gæti verið valinn á ný en hann var ekki í síðasta hóp eftir að hafa smitast af Covid-19 fyrir verkefnið. Hann hefur hinsvegar náð sér og spilað með Al Arabi í Katar undanfarnar vikur.

Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum síðast vegna meiðsla og persónulegra ástæðna samkvæmt frétt á heimasíðu KSÍ og fróðlegt að sjá hvort hann snúi aftur.

Nýr markvörður inn
Hannes Þór Halldórsson hefur lagt landsliðshanskana á hilluna svo ljóst er að nýr markvörður kemur inn í hópinn frá því síðast. Ólíklegt er að Kári Árnason verði í hópnum en hann er að klára sinn feril og framundan er undanúrslitaleikur í bikar með Víkingi.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner