Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 30. nóvember 2019 18:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jafnteflisleikir hjá Íslendingaliðunum í Búlgaríu og Rússlandi
Viðar Örn lagði upp mark.
Viðar Örn lagði upp mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bæði Íslendingaliðin sem voru að spila í Rússlandi í dag gerðu jafntefli í leikjum sínum.

Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu og lagði upp mark í dramatísku jafntefli Akhmat Grozny og Rubin Kazan. Jöfnunarmark Kazan, sem Viðar lagði upp, kom á 93. mínútu og var það skorað Khvicha Kvaratskhelia sem skoraði.

Rostov fékk Ural í heimsókn og þar var markalaust jafntefli niðurstaðan. Ragnar Sigurðsson var ekki með Rostov í leiknum og var Björn Bergmann Sigurðarson ónotaður varamaður.

Rostov er í fimmta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar, sem er Evrópusæti. Rubin Kazan er í 14. sæti og hefur ekki gengið vel á tímabilinu.

Einnig jafntefli hjá Íslendingaliðinu í Búlgaríu
Í Búlgaríu gerði enn eitt Íslendingaliðið jafntefli. Levski Sofia gerði jafntefli á útivelli gegn Beroe.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörninni hjá Levski og fékk hann að líta gula spjaldið í fyrri hálfleiknum.

Levski Sofia er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar í Búlgaríu með sex stigum minna en topplið Ludogorets. Það skal þó tekið fram að Ludogorets á einnig leik til góða á Levski Sofia; Levski er búið að spila 18 leiki og Ludogorets 17.
Athugasemdir
banner
banner
banner