Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. nóvember 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ballon d'Or: Lewandowski fékk sárabótarverðlaun
Robert Lewandowski með verðlauni
Robert Lewandowski með verðlauni
Mynd: EPA
Pólski framherjinn Robert Lewandowski var valinn besti framherji ársins á Ballon d'Or-verðlaunahátíðinni í París í gær verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á hátíðinni.

Það þarf varla að deila um það að Lewandowski hafi verið besti framherjinn á þessu ári en til þessa hefur hann gert 53 mörk í öllum keppnum með Bayern München.

Hann var valinn besti leikmaður heims af FIFA í byrjun ársins en fékk þó ekki gullboltann á síðasta ári þar sem France Football ákvað að blásta hátíðina af vegna Covid-19. Því var enginn sigurvegari.

Lionel Messi vann gullboltann í sjöunda sinn í gær og hafnaði Lewandowski í öðru sæti en Lewandowski fékk hins vegar sárabótarverðlaun.

Hann var valinn framherji ársins en hann er fyrsti leikmaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun.
Athugasemdir
banner
banner