Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 30. desember 2020 22:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Spiluðum frábæran fótbolta en verðum að virða úrslitin
Klopp með grímuna í kvöld
Klopp með grímuna í kvöld
Mynd: Getty Images
„Við fundum margar lausnir í dag, bjuggum til færi en nýttum þau ekki og þess vegna endaði 0-0. Mér líkaði hvernig leikurinn spilaðist - þetta er janftefli sem við erum ekki ánægðir með en ég er sáttur við frammistöðuna vegna þess að svona verðum við að spila og vernda á sama tíma. Við gerðum það allt en þrátt fyrir það eru þetta samt vonbrigði. Þetta er eins og það er," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir markalaust jafntefli við Newcastle í úrvalsdeildinni í kvöld.

„Við fengum öll þessi augnablik - þetta er eðlilegt. Þeir vörðust vel, við spiluðum frábæran fótbolta en við verðum að virða þessi úrslit og taka út úr þessum leik það jákvæða sem við gerðum sem og það neikvæða. Eina sem mér fannst að var hvernig við kláruðum færin. Við verðum bara að halda áfram."

Í viðtali við BBC var Klopp spurður út í innkomu Thiago sem hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði.

„Við sáum mörg augnablik þar sem sást hversu góður hann er í fóbolta. Við þurfum núna að sjá hvernig hann kemur út ur þessum leik. Við eigum annan leik eftir fjóra daga. Milner átti frábæran leik eftir meiðsli, Nat Phillips var mjög góður á móti öflugum framherjum."

Klopp var að lokum spurður út í stöðuna í deildinni.

„Það síðasta sem ég vil tala um er staðan í deildinni þessa stundina. Það er fínt að vera á toppnum en það hefur enga þýðingu í stóru myndinni. Þegar lífið gefur þér sítrónur gerir þú sítrónusafa. Við einbeitum okkur núna að framhaldinu. Það eru verri hlutir að gerast en við að gera jafntefli," sagði Klopp við Amazon eftir leik.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner