Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. janúar 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona hætti við Bakambu á milli fluga
Bakambu var lykilmaður hjá Villarreal. Beijing borgaði 40 milljónir evra fyrir hann.
Bakambu var lykilmaður hjá Villarreal. Beijing borgaði 40 milljónir evra fyrir hann.
Mynd: Getty Images
Barcelona, sem vantar sóknarmann, var næstum búið að ganga frá félagaskiptum Cedric Bakambu en hætti við á síðustu stundu.

Bakambu, sem hefur verið að raða inn mörkunum með Beijing Guoan í Kína, var í flugi leið í læknisskoðun hjá félaginu þegar hætt var við skiptin.

Bakambu þurfti að taka millilandaflug og þegar fyrra flugið lenti var honum tilkynnt að hann gæti allt eins haldið heim aftur þar sem stjórn Barca hætti við skiptin.

Fregnir af þessu birtust í fjölmiðlum og staðfesti Bakambu frásögnina með færslu á Twitter.

Bakambu er 28 ára gamall og gerði 32 mörk í 75 deildarleikjum með Villarreal áður en hann skipti til Kína. Í kínverska boltanum er hann kominn með 23 mörk í 27 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner