Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 31. maí 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Austrið fær að dreyma - „Þeir enda kannski í áttunda"
Brynjar Árnason hefur farið mjög vel af stað með Hetti/Hugin.
Brynjar Árnason hefur farið mjög vel af stað með Hetti/Hugin.
Mynd: Höttur/Huginn
Höttur/Huginn hefur farið frábærlega af stað í 3. deild karla í sumar og er á toppnum eftir fjóra leiki með fullt hús stiga.

Brynjar Árnason, sem er fæddur 1990, tók við þjálfun liðsins fyrir tímabilið og hann hefur gert mjög góða hluti í sínu fyrsta giggi sem aðalþjálfari.

Höttur/Huginn rétt bjargaði sér frá falli úr 3. deild á síðustu leiktíð en ætlar sér að vera með í baráttunni um að fara upp í ár.

Gylfi Tryggvason, þáttastjórnandi í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni, hefur ekki mikla trú á að liðið verði í toppbaráttunni þrátt fyrir flotta byrjun.

„Brynjar Árna er að byrja þetta frábærlega sem þjálfari Hattar/Hugins," sagði Sverrir Már Smárason.

„Hann er að leyfa austrinu að dreyma," sagði Gylfi en hann telur að leikjaprógramm Hattar/Hugins hafi verið frekar létt til að byrja með.

„En það þarf að vinna þá. Ég er ekki að taka neitt af þeim. Þeir voru ekki að vinna alla þessa leiki fyrir þá. Fyrsta sætið í deildinni, það er galið. Þeir enda kannski í áttunda. Þetta er ekki nægilega sterkt lið."

„Ég veit ekki hvar ég stend en ég er ósammála því, ég held að þeir geti verið þarna," sagði Sverrir.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Ástríðan - Uppbótartíminn reyndist mönnum erfiður
Athugasemdir
banner
banner