Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 31. maí 2021 22:55
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Þessi bikar gott að vera laus við hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fórum vel af stað í báðum hálfleikjum en síðan bara fjaraði þetta út. Fylkisstelpurnar voru bara sterkari og betri og áttu þetta bara skilið í dag. “ Voru fyrstu orð Gunnars Magnúsar Jónssonar þjálfara Keflavíkur eftir 5-1 tap Keflavíkur gegn Fylki í 16.liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Árbæ í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  1 Keflavík

Eftir að hafa lent undir í blálok fyrri hálfleiks kom lið Keflavíkur ákveðið til leiks í þeim síðari og uppskar jöfnunarmark eftir um 55 mínútna leik. Adam var þó ekki lengi í paradís og 5 mínútum síðar hafði Fylkir endurheimt forystuna. Við það virtist öll trú á verkefnið fara úr Keflavíkurliðinu sem þurfti að horfa á eftir boltanum í netið aftur aðeins þremur mínútum síðar.

„Bæði annað og þriðja markið eru mjög ódýr. Að koma ekki boltanum bara í burtu það var ekki flóknara en það að taka eina Kjartan Másson hreinsun. En svo hentum við bara liðinu fram eins og maður gerir í bikar. Það er annað hvort að hrökkva eða stökkva.“

Keflavík er þar með úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið og getur sett alla sína orku í að sækja sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deildinni. Gunnar svaraði og komst ekki hjá því að brosa.

„Já það er bara þessi gamli góði frasi. Þessi bikar það er gott að vera laus við hann, fínt að segja það núna á það ekki vel við? En það er búinn að vera stígandi hjá okkur í deildinni og við fáum verðugt verkefni á móti funheitum Blikum á Kópavogsvelli. Það verður challenge en við mætum þar og alvöru íþróttafólk það reynir að kvitta fyrir svona úrslit.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner