Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 31. desember 2019 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Vafalaust verður breyting á leik Þór/KA
Andri og Donni unnu saman hjá Þór/KA.
Andri og Donni unnu saman hjá Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Já vafalaust munu þeir sjá einhverja breytingu og ég vona að sú breyting verði til góðs," sagði Andri Hjörvar Albertsson, aðalþjálfari Þór/KA, við Fótbolta.net þegar hann var spurður út í það hvort stuðningsmenn Þór/KA og aðrir áhorfendur myndu sjá breytingu á leik liðsins frá tíma þess undir stjórn Halldórs Jóns Sigurðssonar, Donna, sem hætti sem þjálfari liðsins eftir tímabilið 2019.

Andri var aðstoðarmaður Donna hjá Þór/KA áður en hann tók við sem aðalþjálfari. Andri hélt áfram: „Varðandi leikskipulag eða leikstíl mun það allt saman koma í ljós."

„Við erum ekki með nærri því sama lið og við vorum með í fyrra, þar af leiðandi mun leikstíll liðsins breytast eitthvað. Það mun koma til með að sjást á vellinum muninn á mínum aðferðum og þeim sem Donni notaðist við, ég vona að munurinn verði til góðs,"
sagði Andri.

Andri var að lokum spurður út í það hver yrði aðstoðarmaður hans hjá Þór/KA. Andri sagði þau mál vera að skýrast og vænta mætti þess að tilkynning kæmi frá félaginu varðandi það mál í janúar.

Sjá einnig:
Harpa Jóhannsdóttir fær traustið sem aðalmarkvörður Þór/KA
Andri Hjörvar: Loka engum dyrum á endurkomu Mexíkóanna
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner