Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. desember 2020 12:40
Aksentije Milisic
„Liverpool verður að fá miðvörð í glugganum"
Mynd: Getty Images
Peter Crouch, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sparkspekingur, segir að sitt gamla félag verði að kaupa miðvörð í næsta mánuði og að liðið geti ekki treyst á unga varnarmenn í þessari deild.

Virgil van Dijk er lengi frá sem og Joe Gomez og þá hefur Jurgen Klopp staðfest að Joel Matip verði frá í einhverjar vikur vegna nárameiðsla.

Hinn 19 ára Rhys Williams og 23 ára Nat Phillips hafa verið að leysa af í miðverðinum á þessari leiktíð en Crouch segir að það er nauðsynlegt að fá inn miðvörð í glugganum.

„Það er lykilatriði að liðið kaupi miðvörð í glugganum," sagði Crouch.

„Ég held að bakvið tjöldin sé liðið að vinna í þessu og að það sé búið að finna nokkra möguleika. Liðið getur ekki treyst á unga miðverði og á miðjumenn til að spila þessa stöðu."

Liverpool gerði sitt annað jafntefli í röð í gær í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er þremur stigum á undan Manchester United sem á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner