Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 10. mars 2017 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vinir Hannesar í markmannsbúningum að styðja hann
Mynd: Twitter - Baldur Kristjáns
Eins og áður hefur komið hér fram í kvöld, þá gerðu Randers og AGF 1-1 jafntefli í háspennuleik í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Um Íslendinga- og erkifjendaslag var að ræða, en talsverður rígur er á milli félaganna. AGF keypti m.a. heilsíðu auglýsingu í staðarblaðinu í Randers þar sem Randers fékk að heyra það!

Svo fór í leiknum í dag að liðin skildu jöfn. Leikurinn var markalaus alveg fram á 89. mínútu, en þá skoraði Mayron George fyrir Randers, sem hafði tapað sjö leikjum í röð fyrir leikinn í dag. Það virtist allt stefna í langþráðan sigur Randers, en í uppbótartíma tókst AGF að jafna úr vítaspyrnu.

Ólafur Kristjánsson þjálfar Randers og Hannes Þór Halldórsson er markvörður liðsins. Theodór Elmar Bjarnason og Björn Daníel Sverrisson spila síðan með AGF.

Hannes og Björn Daníel voru í byrjunarliðum, en Theódór Elmar byrjaði á bekknum og kom síðan inn á þegar 78 mínútur voru búnar.

Vinir Hannesar Þórs Halldórssonar, markvarðar Randers, voru mættir á leikinn til þess að styðja við bakið á sínum manni. Þeir stigu skrefinu lengra og mættur allir í markmannsbúningum í stúkuna.

Hér að neðan og til hliðar má sjá mynd af þessu, en Baldur Kristjánsson, ljósmyndari birti myndina á Twitter. Baldur hefur áður mætt „full-kit" á leik, en hægt er að sjá frá því með því að smella hér



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner