Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 10. mars 2017 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Dramatíkin í hámarki hjá Randers og AGF
Óli Kristjáns og hans menn bíða enn eftir sigri.
Óli Kristjáns og hans menn bíða enn eftir sigri.
Mynd: Getty Images
Theódór Elmar kom inn á í seinni hálfleik.
Theódór Elmar kom inn á í seinni hálfleik.
Mynd: Getty Images
Randers 1 - 1 AGF
1-0 Mayron George ('89 )
1-1 Morten Rasmussen ('90 , víti)
Rautt spjald: Jonas Bager, Randers ('90 )

Það var boðið upp á Íslendingaslag í fyrsta leik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni. Randers og AGF mættust, en bæði lið þurftu á stigunum að halda.

Ólafur Kristjánsson þjálfar Randers og Hannes Þór Halldórsson er markvörður liðsins. Theodór Elmar Bjarnason og Björn Daníel Sverrisson spila síðan með AGF.

Hannes og Björn Daníel voru í byrjunarliðum, en Theódór Elmar byrjaði á bekknum og kom síðan inn á þegar 78 mínútur voru búnar af leiknum.

Talsverður rígur er á milli félaganna, en það sást á Twitter fyrir leik og þá keypti AGF einnig heilsíðu auglýsingu í staðarblaðinu í Randers þar sem Randers fékk að heyra það!
Smelltu hér til að lesa nánar um það.

Leikurinn var markalaus alveg fram á 89. mínútu, en þá skoraði Mayron George fyrir Randers, sem hafði tapað sjö leikjum í röð fyrir leikinn í dag. Það virtist allt stefna í langþráðan sigur Randers, en í uppbótartíma tókst AGF að jafna úr vítaspyrnu.

Grátlegt jafntefli fyrir Randers, sem þarf að bíða lengur eftir næsta sigri. Randers er áfram í sjötta sæti dönsku deildarinnar, á meðan AGF komst upp í 11. sætið. Það er aðeins ein umferð eftir af dönsku deildinni.

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í heild sinni. Það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner