Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 23. október 2017 13:04
Elvar Geir Magnússon
Gylfi að fá sinn sjöunda stjóra á tveimur árum
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn ansi vanur því að hans félag gangi í gegnum stjóraskipti. Í dag var tilkynnt að Everton væri búið að reka Ronald Koeman.

Gylfi mun því fá sinn sjöunda knattspyrnustjóra á aðeins tveimur árum!

Garry Monk var knattspyrnustjóri Swansea þegar Gylfi snéri aftur til Swansea en hann var svo rekinn 9. desember 2015.

Alan Curtis var ráðinn til bráðabirgða og stýrði Swansea í 40 daga áður en Ítalinn Francesco Guidolin var ráðinn.

Guidolin var látinn taka pokann sinn 3. október 2016 og Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley ráðinn í hans stað. Bradley entist aðeins í 85 daga.

Paul Clement var svo ráðinn í janúar á þessu ári en í sumarglugganum færði Gylfi sig um set til Everton þar sem Koeman fékk hann til sín. Koeman entist sextán mánuði hjá Everton.

Nú er það bara spurning hver verður næsti stjóri Gylfa?
Athugasemdir
banner
banner
banner