Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. október 2018 15:03
Hafliði Breiðfjörð
Leikjaplanið klárt í Bose mótinu - hefst 14. nóvember
Breiðablik vann Bose mótið í fyrra.
Breiðablik vann Bose mótið í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilar Alex Freyr gegn Víkingi í sínum fyrsta leik með KR?
Spilar Alex Freyr gegn Víkingi í sínum fyrsta leik með KR?
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Bose-mótið sem hefur verið árlega síðan 2012 heldur áfram þetta árið. Mótið hefst 14. nóvember næstkomandi með leiks Víkings Reykjavík og KR sem fer fram á gervigrasinu í Víkinni. Alex Freyr Hilmarson kom til KR frá Víkingi í vetur og gæti þarna spilað sinn fyrsta leik en Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun Víkings í haust og þetta er hans fyrsti leikur.

Riðill 1 (Bose SleepBuds-riðillinn)
- Laugardagurinn 17. nóvember kl: 12:00 (Fífan)
Breiðablik - FH
- Föstudagurinn 23 .nóvember kl:18:15 (Kórinn)
HK - FH
- Föstudagurinn 30. nóvember kl: 18:15 (Kórinn)
HK – Breiðablik

Riðill 2 (Bose QC35-riðillinn)
- Miðvikudaginn 14. nóvember kl:18:30 (Víkingsvöllur)
Víkingur R. - KR
- Þriðjudagurinn 20. nóvember kl:20:10 (Kórinn)
Stjarnan - Víkingur R.
- Þriðjudagurinn 27.nóv. kl.20.10 (Kórinn)
Stjarnan - KR

Úrslitaleikir mótsins verða spilaðir á tímatilinu 2.-12. desember.

Sigurlið Bose-mótsins fær vegleg verðlaun.

Besti leikmaður mótsins og sá markahæsti fá glæsileg heyrnartól frá Bose.

Sigurvegarar fyrri ára:
2017: Breiðablik
2016: Fjölnir
2015: Stjarnan
2014: KR
2013: Víkingur
2012: Fylkir
Athugasemdir
banner
banner