Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 26. apríl 2024 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Annar mjög slæmi heilahristingurinn á stuttum tíma - „Framhaldið verður að koma í ljós"
Leit ekki vel út í gær.
Leit ekki vel út í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sigurjónsson rotaðist og fékk „brútal" heilahristing þegar hann lenti í samstuði við liðsfélaga sinn Kennie Chopart í leik Fram og Árbæjar í Mjólkurbikarnum í gær.

Orri var að spila sinn fyrsta leik í talsverðan tíma í gær því hann lenti í mjög slæmum höfuðmeiðslum í vetur. Þá fékk hann líka hreilahristing. „Hann fékk bolt­ann í andlitið þegar hann var ekki að fylgj­ast með, þetta er nán­ast eins og að lenda í bíl­slysi því þú færð svona háls­hnykk," sagði Rúnar Kristinsson við mbl.is fyrr í þessum mánuði.

Orri mætti til baka í gær en rotaðist í lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Árbær 0 -  3 Fram

Hann var fluttur á sjúkrahús í gær en fékk að fara heim um kvöldmatarleytið.

„Framhaldið verður eiginlega að koma í ljós, ég veit ekki hvernig það verður. Ég slapp við brot, blæðingu og allan þann pakka. En þetta var mjög slæmur heilahristingur," segir Orri sem er enn með mikinn hausverk.

„Ég fékk þau fyrirmæli að sleppa vinnu í dag og taka því mjög rólega yfir helgina."

Hefurðu eitthvað hugsað um að hætta eftir þetta, að þetta sé eitthvað merki?

„Nei, ég hef svo sem ekki farið í þá hugsun. Vonandi tekur þetta bara stuttan tíma svo maður geti farið að æfa aftur. Ég mun fara hægt af stað til að byrja með," segir Orri.

Hann er 29 ára uppalinn Þórsari sem er á sínu öðru tímabili með Fram.
Athugasemdir
banner
banner