Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. mars 2019 10:16
Fótbolti.net
Segja að Southgate eigi að henda Pickford á bekkinn
Picford í basli.
Picford í basli.
Mynd: Getty Images
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, hefur gert mörg mistök á yfirstandandi tímabili.

Elvar Geir Magnússon og Daníel Geir Moritz voru sammála um það í Evrópu-Innkastinu að Pickford eigi að vera geymdur á bekknum í komandi landsleikjum Englands.

Hann átti mjög slakan leik um helgina þegar Everton tapaði 3-2 fyrir Newcastle eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir.

„Pickford var að kynda í stuðningsmönnum Newcastle þegar Everton var 2-0 yfir, brosa upp í stúku og setja tunguna út. Mjög „klókt" hjá honum þegar hann gerir síðan enn og aftur dýrkeypt mistök," sagði Elvar.

„Það er óskiljanlegt að hann hafi ekki fengið rautt spjald þegar hann gefur Newcastle víti. Hann missti boltann frá sér og óð í manninn þegar hann vissi að hann ætti ekki möguleika í boltann."

„Pickford hefur kostað Everton allt of mörg stig á þessu tímabili. Þrátt fyrir að Tom Heaton, markvörður Burnley, hafi ekki verið upp á sitt besta gegn Liverpool þá á hann að vera í marki Englands í komandi landsleikjahléi, gegn Tékkum og Svartfellingum. Heaton á stóran þátt í því að Burnley hefur náð að lyfta sér upp töfluna og það má bekkja Pickfordinn í komandi landsleikjum. Sama þó hann hafi verið rosalega duglegur á HM."

Smelltu hér til að hlusta á nýjasta þáttinn af Innkastinu
Athugasemdir
banner
banner