Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 28. júní 2019 17:39
Ívan Guðjón Baldursson
James Justin til Leicester (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Leicester City er búið að festa kaup á varnarmanninum James Justin. Hann er uppalinn hjá Luton og hefur verið lykilmaður þar undanfarin ár.

Justin átti frábært tímabil er Luton vann ensku C-deildina og kom sér upp í Championship í fyrsta sinn í 12 ár. Hann vakti athygli margra félaga og hafði Leicester að lokum betur eftir kapphlaup við Aston Villa og Celtic.

Justin er talinn kosta um 8 milljónir punda og skrifar undir fimm ára samning.

Hann er 21 árs og er vinstri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað sem hægri bakvörður og á báðum köntunum.

Luton er búið að tryggja sér þjónustu Martin Cranie í staðinn. Hann kemur á frjálsri sölu frá Sheffield United. Cranie verður 33 ára í september og á níu leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni. Fjóra með Southampton, tvo með Portsmouth og þrjá með Huddersfield.
Athugasemdir
banner
banner
banner