Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. júlí 2008 10:55
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefsíða ÍA 
ÍA staðfestir brottrekstur Guðjóns og viðræður við tvíburana
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
ÍA hefur staðfest frétt okkar frá í nótt þess efnis að Guðjóni Þórðarsyni hafi verið sagt upp störfum hjá félaginu sem hefur fengið leyfi FH til að ræða við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um að taka við félaginu.

Yfirlýsing frá ÍA:
Stjórn rekstrarfélags Knattspyrnufélags ÍA hefur ákveðið að rifta samningi sínum við Guðjón Þórðarson og lætur Guðjón af störfum nú þegar. Knattspyrnufélag ÍA hefur fengið leyfir FH til að ræða við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um að taka við þjálfun liðsins og verður nánari frétta að vænta af þeim viðræðum þegar líður á daginn. Stjórn rekstrarfélagsins færir Guðjóni Þórðarsyni bestu þakkir fyrir það sem hann hefur af ósérhlífni lagt að mörkum til félagsins og óskar honum farsældar og gæfu á komandi árum.

Sjá einnig:
Guðjón hættir hjá ÍA - Arnar og Bjarki taka við
Athugasemdir
banner
banner
banner