Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. janúar 2020 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Southampton lagði Spurs - Leicester og Watford unnu
Danny Ings fagnar marki sínu.
Danny Ings fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Ayoze Perez og James Maddison.
Ayoze Perez og James Maddison.
Mynd: Getty Images
Pearson hefur blásið lífi í Watford.
Pearson hefur blásið lífi í Watford.
Mynd: Getty Images
Þessi hátíðartörn hefur ekki verið góð fyrir Totettenham og hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum. Í dag tapaði liðið gegn Southampton.

Danny Ings hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og hann skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu. Toby Alderweireld rann í baráttunni við Ings og það nýtti þessi öflugi sóknarmaður sér og skoraði fram hjá Paulo Gazzaniga.

Ings hefur gert mjög vel í því að koma til baka eftir þrálát meiðsli og er hann núna búinn að skora 13 deildarmörk á tímabilinu.

Tottenham náði ekki að koma sér aftur inn í leikinn, en liðið varð fyrir áfalli undir lokin þegar Harry Kane þurfti að fara meiddur af velli. Vonandi fyrir Jose Mourinho og stuðningsmenn Tottenham að það sé ekki alvarlegt.

Tottenham er eftir þetta tap í fimmta sæti, stigi á eftir Manchester United. Southampton er komið upp fyrir Arsenal og Newcastle í 11. sæti deildarinnar.

Ralph Hasenhuttl, stjóra Southampton, hefur gengið vel að koma liðinu í gagn eftir 9-0 tap gegn Leicester fyrr á leiktíðinni.

Talandi um Leicester. Jamie Vardy, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, var ekki með Leicester gegn Newcastle í dag, en annan leikinn í röð kom það ekki að sök. Leicester fór á St James' Park og vann þar góðan 3-0 sigur.

Það voru Ayoze Perez og James Maddison skoruðu undir lok fyrri hálfleiks. Perez skoraði gegn sínum gömlu félögum og Maddison skoraði með þrumufleyg af 20 metrum eða svo. Hamza Choudhury bætti við þriðja markinu fyrir leikslok.

Eins og Tottenham þá hefur Newcastle ekki gengið vel um hátíðarnar og er 12. sæti eftir þrjá tapleiki í röð. Leicester er í öðru sæti, tíu stigum á eftir toppliði Liverpool, sem á þó tvo leiki til góða á Leicester.

Þá er Nigel Pearson virkilega flotta hluti með Watford. Hans menn unnu 2-1 heimasigur á Úlfunum.

Gerard Deulofeu kom Watford yfir eftir hálftíma leik eftir mistök í vörn gestanna. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði miðjumaðurinn sterki Abdoulaye Doucoure annað mark fyrir Watford.

Portúgalinn Pedro Neto minnkaði muninn á 60. mínútu og fékk Christian Kabasele að líta beint rautt spjald á 71. mínútum. Það var fyrst gult spjald, en VAR breytti litnum á spjaldinu.

Þrátt fyrir rauða spjaldið þá náði Watford að halda út og landa góðum sigri á heimavelli. Annað tap Úlfanna í röð, en þeir töpuðu gegn Liverpool fyrir áramót.

Watford er í næst neðsta sæti, núna með 19 stig. Úlfarnir eru í sjöunda sæti með 30 stig.

Newcastle 0 - 3 Leicester City
0-1 Ayoze ('36 )
0-2 James Maddison ('39 )
0-3 Hamza Choudhury ('87 )

Southampton 1 - 0 Tottenham
1-0 Danny Ings ('17 )

Watford 2 - 1 Wolves
1-0 Gerard Deulofeu ('30 )
2-0 Abdoulaye Doucoure ('49 )
2-1 Pedro Neto ('60 )
Rautt spjald: Christian Kabasele, Watford ('71)

Klukkan 17:30 hefjast þrír leikir. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner