Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 01. janúar 2021 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Við vorum með nógu marga leikmenn til að spila
Mynd: Getty Images
Viðureign Everton og Manchester City átti að fara fram í vikunni en var frestað vegna þriggja Covid smita í herbúðum Man City samdægurs leiknum.

Ljóst er að Man City var með nægilega mikið af ósmituðum leikmönnum í hópi til að spila leikinn en ákveðið var að fresta honum til að forðast frekari smit.

Guardiola útskýrir að það hafi ekki verið ráðlegt að spila leikinn við Everton í ljósi þess að veiran lék lausum hala í herbúðum City.

„Við vorum með nóg af leikmönnum til að spila við Everton. Við vildum spila leikinn en það voru þrjár nýjar sýkingar hjá okkur sama dag og leikurinn átti að fara fram. Það þýðir að veiran lék lausum hala innan herbúða okkar," sagði Guardiola.

„Ég heyrði strax í Carlo Ancelotti og sagði honum frá þessu. Hvað hefði gerst ef við hefðum spilað leikinn og leikmenn Everton hefðu svo smitast útfrá okkar leikmönnum? Þá væri staðan orðin ansi slæm."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner