Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjög ósanngjörn niðurstaða að mati Mourinho
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sagði að sínir menn hefðu ekki átt skilið að tapa gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði 3-2 fyrir Úlfunum.

„Mér finnst þetta ósanngjarnt. Leikmennirnir áttu ekki skilið tap. Okkur var refsað fyrir það sem ég myndi kalla andleg mistök. Þú verður að vera miskunnarlaus gegn liðum eins og Wolves sem gera frábærlega í skyndisóknum," sagði Mourinho.

„Við áttum miklu meira skilið en það sem úrslitin gefa til kynna. Liðið spilaði vel og við vorum með stjórnina."

„Þetta er ergjandi og ég er auðvitað leiður, en ég er meira leiður fyrir hönd leikmannana. Við spiluðum vel sem einstaklingar og sem lið. Við skoruðum tvö mörk og sköpuðum okkur færi."

„Staðan er 2-2 og þeir geta bara sært þig í skyndisóknum. Þú verður að vera miskunnarlaus í þeirri stöðu. Fótbolti snýst um stig og hver skorar, en mér fannst það mjög ósanngarnt gagnvart liðinu mínu að tapa."
Athugasemdir
banner
banner
banner